Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Herkastalinn var byggður árið 1916 og verður því hundrað ára á næsta ári. Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Herkastalinn, gistiheimili Hjálpræðishersins, er í söluferli. Ólafur Örn Ólafsson staðfestir að KPMG sé að vinna fyrir Hjálpræðisherinn sem sé að skoða sín húsnæðismál og flutning á sinni starfsemi innan borgarinnar. „Hluti af því ferli er annars vegar að finna nýja staðsetningu og hins vegar að skoða möguleika þess að selja húsið í Kirkjustræti,“ segir Ólafur. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð. Fasteignamat þess nemur 109 milljónum króna og nemur brunabótamatið 352 milljónum króna. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að meta húsið nema að skoða eignina og þekkja ástand hússins og hvort sé til að mynda aukinn byggingaréttur á lóðinni. Verðið getur hlaupið eftir ástandi frá 500 milljónum og upp í 650 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá aðila sem þekkir verð í miðborginni. Hann telur að trúlega verði litið á eignina sem hótel. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að það sé auðvitað missir að starfsemi Hjálpræðishersins þarna. Hún hafi verið mikilvæg og mjög margir notið góðs af. „En þau meta það sem svo að það sé meiri þörf fyrir þeirra starfsemi annars staðar.“ Hann segist ekki hafa haft neitt tækifæri til að móta sér skoðun á því hvaða starfsemi hann myndi vilja sjá í húsinu.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ekki neikvætt að missa Hjálpræðisherinn úr húsnæðinu svo lengi sem hann haldi öflugri starfsemi áfram í borginni. „Maður gefur sér það að herinn muni reka góðgerðarstarfsemi einhvers staðar annars staðar í staðinn. Þá ætti þetta að vera í lagi. Ef hann sinnir áfram öflugri starfsemi í borginni þá er ég bara ánægður.“ Kjartan segir ekki sama hvaða starfsemi komi inn í staðinn. „Ég vona bara að það komi eitthvað annað gott í staðinn. Ef kæmi hótel þá gæti það alveg verið jákvætt, þarna hefur gistiheimili verið rekið ásamt góðgerðarstarfsemi. Það hefur farið vel saman.“ Hjálpræðisherinn hóf starfsemi á Íslandi árið 1895. Húsið var byggt árið 1916 og verður því hundrað ára gamalt á næsta ári.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira