Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2017 20:34 Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs. Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs.
Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00
Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30
Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07