Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2017 20:34 Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs. Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs.
Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00
Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30
Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07