Svona er lífið í Húsdýragarðinum þegar hann er lokaður gestum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 20:30 Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira