Júlía enn ekki fengið skýringar og hætt við að fara til Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2017 14:00 Júlía Hermannsdóttir er hætt við ferð sína til Bandaríkjanna eftir að vegabréfsáritun hennar var skyndilega numinn úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún hefur enn ekki fengið skýringar á ástæðum þess að áritunin var dregin til baka. Tónlistarkonan unga fór á fund í bandaríska sendiráðinu hér á landi í morgun í von um að fá úrlausn sinna mála og í versta falli einhverjar skýringar en þar var lítið um svör. „Þeir segjast ekki geta komist að því af hverju ég má ekki ferðast undir ESTA,“ segir Júlía í samtali við Vísi. ESTA er rafræn ferðaheimild sem Íslendingar geta sótt um áður en ferðast er til Bandaríkjanna og gildir í tvö ár. Júlía ferðaðist síðast til Bandaríkjanna á síðasta ári og sótti þá um ESTA-heimild. Sú heimild hefði átt að vera í gildi fyrir fyrirhugaða för Júlíu til Bandaríkjanna en líkt og Vísir hefur greint frá var sú heimild numin úr gildi án skýringa í síðustu viku.Sjá einnig: Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku ObamaÞarf framvegis að fara í viðtal vilji hún vegabréfsáritun Á fundi Júlíu með fulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun kom fram að Júlía gæti sótt um hefðbundna vegabréfsáritun til þess að komast til Bandaríkjanna en það ferli tæki tíma. „Ég átti að fara út í dag og vera í tíu daga. Ég kæmist hvort sem er ekki þannig að ég er bara að hætta við að fara til Bandaríkjanna í bili,“ segir Júlía en hún er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir reikna með að halda til Bandaríkjanna á næstu dögum en Júlía ætlaði sér að fara á undan til þess að heimsækja vini í New York. Ljóst er þó að Júlía getur ekki aftur sótt um ESTA-ferðaheimild og þarf því að framvegis að hafa góðan fyrirvara ætli hún sér að ferðast til Bandaríkjanna. Þarf hún að mæta í viðtal í sendiráðið og gefa gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi vilji hún fá vegabréfsáritun „Ég er bara úr leik, það er sem er það skrýtnasta við þetta,“ segir Júlía um ESTA-heimildina. Hún lætur þó ekki bilbug á sér finna og stefnir á að skipuleggja aðra ferð til Bandaríkjanna von bráðar. „Það er svo sem ekki hundrað í hættunni þó ég komist ekki til Ameríku í dag, það er allt í lagi. En það sem er óhugnanlegt í þessu er að sé hægt að draga til baka ESTA-heimild venjulegs íslensks ríkisborgara án þess að fá neina viðvörun eða skýringu. Tengdar fréttir Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Júlía Hermannsdóttir er hætt við ferð sína til Bandaríkjanna eftir að vegabréfsáritun hennar var skyndilega numinn úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún hefur enn ekki fengið skýringar á ástæðum þess að áritunin var dregin til baka. Tónlistarkonan unga fór á fund í bandaríska sendiráðinu hér á landi í morgun í von um að fá úrlausn sinna mála og í versta falli einhverjar skýringar en þar var lítið um svör. „Þeir segjast ekki geta komist að því af hverju ég má ekki ferðast undir ESTA,“ segir Júlía í samtali við Vísi. ESTA er rafræn ferðaheimild sem Íslendingar geta sótt um áður en ferðast er til Bandaríkjanna og gildir í tvö ár. Júlía ferðaðist síðast til Bandaríkjanna á síðasta ári og sótti þá um ESTA-heimild. Sú heimild hefði átt að vera í gildi fyrir fyrirhugaða för Júlíu til Bandaríkjanna en líkt og Vísir hefur greint frá var sú heimild numin úr gildi án skýringa í síðustu viku.Sjá einnig: Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku ObamaÞarf framvegis að fara í viðtal vilji hún vegabréfsáritun Á fundi Júlíu með fulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun kom fram að Júlía gæti sótt um hefðbundna vegabréfsáritun til þess að komast til Bandaríkjanna en það ferli tæki tíma. „Ég átti að fara út í dag og vera í tíu daga. Ég kæmist hvort sem er ekki þannig að ég er bara að hætta við að fara til Bandaríkjanna í bili,“ segir Júlía en hún er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum. Aðrir hljómsveitarmeðlimir reikna með að halda til Bandaríkjanna á næstu dögum en Júlía ætlaði sér að fara á undan til þess að heimsækja vini í New York. Ljóst er þó að Júlía getur ekki aftur sótt um ESTA-ferðaheimild og þarf því að framvegis að hafa góðan fyrirvara ætli hún sér að ferðast til Bandaríkjanna. Þarf hún að mæta í viðtal í sendiráðið og gefa gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi vilji hún fá vegabréfsáritun „Ég er bara úr leik, það er sem er það skrýtnasta við þetta,“ segir Júlía um ESTA-heimildina. Hún lætur þó ekki bilbug á sér finna og stefnir á að skipuleggja aðra ferð til Bandaríkjanna von bráðar. „Það er svo sem ekki hundrað í hættunni þó ég komist ekki til Ameríku í dag, það er allt í lagi. En það sem er óhugnanlegt í þessu er að sé hægt að draga til baka ESTA-heimild venjulegs íslensks ríkisborgara án þess að fá neina viðvörun eða skýringu.
Tengdar fréttir Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. 1. mars 2017 12:00