Íslensk söngkona sem meinað var um áritun til Bandaríkjanna var viðstödd embættistöku Obama Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 12:00 Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama. Vísir/Getty Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún var áður við nám í Bandaríkjunum og var meðal annars viðstödd fyrri innsetningu Barack Obama í embætti forseta. Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og að fylgja hljómsveitinni síðan á tónleikaferðalag um Bretland. Júlía var námsmaður í New York frá árinu 2006 og flutti síðan heim í febrúar árið 2011. Eftir það hefur hún oft farið til Bandaríkjanna. „Ég ætlaði að fara tveim dögum fyrr til að heimsækja vini mína í New York eins og ég hef eiginlega gert á hverju ári frá því ég flutti heim. Ég á mjög góða vini þarna sem ég reyni að eyða eins miklum tíma með og ég get,“ segir Júlía. Hún hafi síðast farið til Bandaríkjanna í apríl fyrra og þá sótt um ESTA heimild sem gilda eigi í tvö ár. Af rælni hafi hún í gær farið á heimasíðu ESTA til að tékka á ferðaheimildinni en fyrirhugað var að hún færi vestur um haf á morgun. Þá hafi hún uppgötvað sér til undrunar að heimildin hafi verið numin úr gildi án skýringa. „Þetta virðist hafa verið uppfært fyrir fimm dögum. Ég er ekki látin vita af þessu og það er ekki gefin nein ástæða. Svo hafði ég samband við sendiráðið og þar kom skýrt fram að þau gætu ekki svarað neinum spurningum um þetta. Ég yrði að hringja til ESTA skrifstofunnar hjá Landamæragæslu Bandaríkjanna. Sem ég og gerði og náði loksins sambandi við einhvern þar eftir þrjá klukktíma,“ segir Júlía. Þar hafi engar skýringingar fengist og aftur bent á sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Þar hafi eins og áður engar skýringar fengist. En Júlíu var boðið að sækja um annars konar ferðaheimild. Til að fá hana þurfti hún að fylla út eyðublöð og gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi. Júlía segist ekki hafa lenti í neinum vandræðum í Bandaríkjunum, hvorki meðan hún var þar við nám eða í tíðum ferðum sínum þangað.Í gestastúku við embættistöku Obama„Ég var viðstödd innsetningu Obama þegar hann varð forseti í Bandaríkjunum. Einhverjir voru að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið út af því. En ég veit ekki alveg hvernig þau ættu að hafa getað fylgst með því,“ segir Júlía og hlær. Þetta var árið 2008 en Júlía var ásamt öðrum í gestastúku við þinghúsið þegar Obama sór embættiseið sinn. Það var vegna tegsla vinar hennar við dóttur John Boehner þingmanns Republikana og síðar leiðtoga þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann sótti athöfnina ekki sjálfur en lét dóttur sína fá boðsmiðana. Það skyldi þá ekki vera að þetta sé túlkað sem stuðningur þinn við Obama og andstaða við núverandi Bandaríkjaforseta? „Ég veit ekki. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki sagt opinberlega frá. Þannig að það væri ótrúlegt ef það væri ástæðan. Ég er að vona að þetta sé frekar að ég hafi óheppilegt nafn eða óheppilegt vegabréfsnúmer. Það sé bara eitthvað rugl í kerfinu sem setur allt á stopp,“ segir Júlía. Fréttastofan fékk þær upplýsingar frá upplýsingafulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun að sendiráðið væri tilbúið að taka Júlíu fram fyrir í röð um afgreiðslu vegabréfsheimilda, þannig að ekki er útilokað að hún komist þrátt fyrir allt með hljómsveitarfélögum sínum til Bandaríkjanna á morgun. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Vegabréfsáritun ungrar tónlistarkonu til Bandaríkjanna sem gefin var út til tveggja ára var skyndilega numin úr gildi án útskýringa þegar hún ætlaði að fara þangað í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni. Hún var áður við nám í Bandaríkjunum og var meðal annars viðstödd fyrri innsetningu Barack Obama í embætti forseta. Júlía Hermannsdóttir er söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Oyama sem þáði boð um að hita upp fyrir bandaríska hljómsveit á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og að fylgja hljómsveitinni síðan á tónleikaferðalag um Bretland. Júlía var námsmaður í New York frá árinu 2006 og flutti síðan heim í febrúar árið 2011. Eftir það hefur hún oft farið til Bandaríkjanna. „Ég ætlaði að fara tveim dögum fyrr til að heimsækja vini mína í New York eins og ég hef eiginlega gert á hverju ári frá því ég flutti heim. Ég á mjög góða vini þarna sem ég reyni að eyða eins miklum tíma með og ég get,“ segir Júlía. Hún hafi síðast farið til Bandaríkjanna í apríl fyrra og þá sótt um ESTA heimild sem gilda eigi í tvö ár. Af rælni hafi hún í gær farið á heimasíðu ESTA til að tékka á ferðaheimildinni en fyrirhugað var að hún færi vestur um haf á morgun. Þá hafi hún uppgötvað sér til undrunar að heimildin hafi verið numin úr gildi án skýringa. „Þetta virðist hafa verið uppfært fyrir fimm dögum. Ég er ekki látin vita af þessu og það er ekki gefin nein ástæða. Svo hafði ég samband við sendiráðið og þar kom skýrt fram að þau gætu ekki svarað neinum spurningum um þetta. Ég yrði að hringja til ESTA skrifstofunnar hjá Landamæragæslu Bandaríkjanna. Sem ég og gerði og náði loksins sambandi við einhvern þar eftir þrjá klukktíma,“ segir Júlía. Þar hafi engar skýringingar fengist og aftur bent á sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Þar hafi eins og áður engar skýringar fengist. En Júlíu var boðið að sækja um annars konar ferðaheimild. Til að fá hana þurfti hún að fylla út eyðublöð og gefa nákvæmar upplýsingar um fyrri ferðir sínar til Bandaríkjanna og fjölskylduhagi. Júlía segist ekki hafa lenti í neinum vandræðum í Bandaríkjunum, hvorki meðan hún var þar við nám eða í tíðum ferðum sínum þangað.Í gestastúku við embættistöku Obama„Ég var viðstödd innsetningu Obama þegar hann varð forseti í Bandaríkjunum. Einhverjir voru að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið út af því. En ég veit ekki alveg hvernig þau ættu að hafa getað fylgst með því,“ segir Júlía og hlær. Þetta var árið 2008 en Júlía var ásamt öðrum í gestastúku við þinghúsið þegar Obama sór embættiseið sinn. Það var vegna tegsla vinar hennar við dóttur John Boehner þingmanns Republikana og síðar leiðtoga þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann sótti athöfnina ekki sjálfur en lét dóttur sína fá boðsmiðana. Það skyldi þá ekki vera að þetta sé túlkað sem stuðningur þinn við Obama og andstaða við núverandi Bandaríkjaforseta? „Ég veit ekki. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki sagt opinberlega frá. Þannig að það væri ótrúlegt ef það væri ástæðan. Ég er að vona að þetta sé frekar að ég hafi óheppilegt nafn eða óheppilegt vegabréfsnúmer. Það sé bara eitthvað rugl í kerfinu sem setur allt á stopp,“ segir Júlía. Fréttastofan fékk þær upplýsingar frá upplýsingafulltrúa bandaríska sendiráðsins í morgun að sendiráðið væri tilbúið að taka Júlíu fram fyrir í röð um afgreiðslu vegabréfsheimilda, þannig að ekki er útilokað að hún komist þrátt fyrir allt með hljómsveitarfélögum sínum til Bandaríkjanna á morgun.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira