„Menn eru að taka hana í sátt í dag“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 09:00 Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur gefið út margar myndabækur, þar af tvær tileinkaðar hestum. Vísir/Hestalífið Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Hún er af Nös frá Urriðavatni og knapa hennar, tekin á Melgerðismelum snemma á níunda áratugnum. ,,Við erum að upplifa ótrúlegt augnablik, stórkostlegt náttúrutalent, frægasta og fljótasta hrossið á Íslandi. Sjáið teikninguna í myndinni. Birtan. Spenna en samt yfirvegun. Glampinn í hægra auga Nasar. Stæltur, ungur knapinn, með axlarsítt hárið, ber að ofan. Svona mynd verður aldrei tekin aftur,” sagði Ragnar Tómasson lögmaður, hestamaður og samstarfsmaður Sigurgeirs um myndina frægu. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Sigurgeir í þriðja þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Þar ræddu þau meðal annars um þessa merkilegu mynd. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vertu ber á hestinum „Við finnum knapa og Nös, þessa spretthörðu meri sem er svo æðisleg. Við fáum hana á keppnisbrautina sem er þarna fyrir ofan. Sama dag vorum við búin hreinsa út bíla og hjólhýsi þarna fyrir aftan. Ragnar var búinn að hlaupa eftir brautinni og við stilltum fókusinn inn nákvæmlega þar sem átti að smella af. Og svo kemur strákurinn. Hann heitir Jón Ólafsson frá Urriðavatni, held ég,“ segir Sigurgeir. Hann heldur að faðir knapans hafi átt hryssuna Nös. Og þegar hann skipti um bol fékk Sigurgeir hugmyndina að hafa knapann beran að ofan á hestbaki. „Þegar ég sé hvað hann er flottur segi ég: Vertu ber á hestinum. Hann skellir sér síðan á þennan sprett og myndin var tekin akkúrat á þessu augnabliki. Ég gat smellt þrisvar sinnum af. Þarna er enginn Auto focus og ég held að ég hafi ekki verið með mótor á vélinni. En svo kom þetta fína augnablik, en auðvitað hjálpar heppnin líka. Og myndin verður goðsagnakennd. Enginn myndi muna eftir þessum spretti nema út af myndinni.“ Myndin fræga af Nös.Sigurgeir Sigurjónsson Eins og amerískur indíáni Sigurgeir og Ragnar fóru í margar ferðir til þess að ná góðum hestamyndum. Myndin af Nös fékk þó misjafnar viðtökur til að byrja með, sumum fannst hún ekki endurspegla íslenskan hestaveruleika. „En hún hefur bara elst vel, menn eru að taka hana í sátt í dag. Menn voru á móti henni til að byrja með af því hún var svo af því hún var eins og Tonto, amerískur indíáni.“ Margar aðrar myndir Sigurgeirs lifa sem ómetanleg söguskoðun um horfna tíma, en hann hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka um Ísland og Íslendinga. Bækur hans eins og Yfirsýn, Lost in Iceland og Made in Iceland. Einnig urðu til tvær bækur sérstaklega tileinkaðar íslenska hestinum. „Þegar ég byrjaði á seinni bókinni sá ég strax eftir því af því þetta var svo mikil vinna, það þarf að fara erlendis og það þarf að fylgjast með mótum erlendis. En þetta skilur eftir sig og þetta er heimild.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit. Hestar Hestalífið Ljósmyndun Tengdar fréttir Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Sjá meira
Ein frægasta ljósmyndin úr íslenska hestaheiminum er eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Hún er af Nös frá Urriðavatni og knapa hennar, tekin á Melgerðismelum snemma á níunda áratugnum. ,,Við erum að upplifa ótrúlegt augnablik, stórkostlegt náttúrutalent, frægasta og fljótasta hrossið á Íslandi. Sjáið teikninguna í myndinni. Birtan. Spenna en samt yfirvegun. Glampinn í hægra auga Nasar. Stæltur, ungur knapinn, með axlarsítt hárið, ber að ofan. Svona mynd verður aldrei tekin aftur,” sagði Ragnar Tómasson lögmaður, hestamaður og samstarfsmaður Sigurgeirs um myndina frægu. Telma Lucinda Tómasson heimsótti Sigurgeir í þriðja þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Þar ræddu þau meðal annars um þessa merkilegu mynd. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vertu ber á hestinum „Við finnum knapa og Nös, þessa spretthörðu meri sem er svo æðisleg. Við fáum hana á keppnisbrautina sem er þarna fyrir ofan. Sama dag vorum við búin hreinsa út bíla og hjólhýsi þarna fyrir aftan. Ragnar var búinn að hlaupa eftir brautinni og við stilltum fókusinn inn nákvæmlega þar sem átti að smella af. Og svo kemur strákurinn. Hann heitir Jón Ólafsson frá Urriðavatni, held ég,“ segir Sigurgeir. Hann heldur að faðir knapans hafi átt hryssuna Nös. Og þegar hann skipti um bol fékk Sigurgeir hugmyndina að hafa knapann beran að ofan á hestbaki. „Þegar ég sé hvað hann er flottur segi ég: Vertu ber á hestinum. Hann skellir sér síðan á þennan sprett og myndin var tekin akkúrat á þessu augnabliki. Ég gat smellt þrisvar sinnum af. Þarna er enginn Auto focus og ég held að ég hafi ekki verið með mótor á vélinni. En svo kom þetta fína augnablik, en auðvitað hjálpar heppnin líka. Og myndin verður goðsagnakennd. Enginn myndi muna eftir þessum spretti nema út af myndinni.“ Myndin fræga af Nös.Sigurgeir Sigurjónsson Eins og amerískur indíáni Sigurgeir og Ragnar fóru í margar ferðir til þess að ná góðum hestamyndum. Myndin af Nös fékk þó misjafnar viðtökur til að byrja með, sumum fannst hún ekki endurspegla íslenskan hestaveruleika. „En hún hefur bara elst vel, menn eru að taka hana í sátt í dag. Menn voru á móti henni til að byrja með af því hún var svo af því hún var eins og Tonto, amerískur indíáni.“ Margar aðrar myndir Sigurgeirs lifa sem ómetanleg söguskoðun um horfna tíma, en hann hefur gefið út fjölda ljósmyndabóka um Ísland og Íslendinga. Bækur hans eins og Yfirsýn, Lost in Iceland og Made in Iceland. Einnig urðu til tvær bækur sérstaklega tileinkaðar íslenska hestinum. „Þegar ég byrjaði á seinni bókinni sá ég strax eftir því af því þetta var svo mikil vinna, það þarf að fara erlendis og það þarf að fylgjast með mótum erlendis. En þetta skilur eftir sig og þetta er heimild.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við BL, Slippfélagið, Lífland og framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestar Hestalífið Ljósmyndun Tengdar fréttir Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Sjá meira
Einstakar hestamyndir Gígju enduðu á lúxushóteli og tískufatnaði Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir hefur síðustu ár fagnað einstök augnablik af íslenska hestinum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndir hennar hafa meðal annars birst á veggjum lúxushótela og fatnaði og vörum frá þekktum tískuvörumerkjum 25. mars 2020 11:00