Lífið

Edda Sif og Vilhjálmur gefa frumburðinum nafn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng í febrúar sem nefndur var um helgina.
Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng í febrúar sem nefndur var um helgina. Vilhjálmur Siggeirs

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður, og kærastinn hennar Vilhjálmur Siggeirsson gáfu syni sínum nafn um helgina en hann hlaut nafnið Magnús Berg. Drengurinn kom í heiminn þann 10. febrúar síðastliðinn.

Páll Magnússon, þingmaður og afi Magnúsar, segir í fésbókarfærslu að Magnús sé algengasta karlmannsnafnið í ættinni og hafi hann því gefið honum viðurnefnið Maggi bæjó til að aðgreina hann frá öðrum Magnúsum fjölskyldunnar.

Sjá einnig: „Orð fá ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.