Lífið

„Orð fá ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng á mánudaginn.
Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng á mánudaginn. Vilhjálmur Siggeirs

„Eftir langa helgi á fæðingardeildinni kom strákurinn okkar í heiminn með keisaraskurði á mánudagsmorgunn,“ skrifar Vilhjálmur Siggeirsson á Facebook en þau Edda Sif Pálsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn á mánudaginn.

Vilhjálmur birtir fallegar myndir af fjölskyldunni með færslunni.

„Orð fá ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta. Þvílík hetja að koma frumburðinum okkar í heiminn. Tilfinningin er ótrúleg.“

Þetta er fyrsta barn Eddu og Vilhjálms.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og faðir Eddu Sifjar, er að vonum í skýjunum með afabarnið.

„Þessi litli kútur ákvað að líta dagsins ljós á mánudaginn - þegar afi hans var á þvælingi á norðausturhorni landsins. Það urðu miklir fagnaðarfundir - a.m.k. af minni hálfu - þegar ég fékk loksins að knúsa hann og kyssa. Móður og peyja heilsast vel!“

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.