Lífið

„Orð fá ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng á mánudaginn.
Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng á mánudaginn. Vilhjálmur Siggeirs

„Eftir langa helgi á fæðingardeildinni kom strákurinn okkar í heiminn með keisaraskurði á mánudagsmorgunn,“ skrifar Vilhjálmur Siggeirsson á Facebook en þau Edda Sif Pálsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn á mánudaginn.

Vilhjálmur birtir fallegar myndir af fjölskyldunni með færslunni.

„Orð fá ekki lýst hvað ég elska Eddu Sif mikið eftir þetta. Þvílík hetja að koma frumburðinum okkar í heiminn. Tilfinningin er ótrúleg.“

Þetta er fyrsta barn Eddu og Vilhjálms.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og faðir Eddu Sifjar, er að vonum í skýjunum með afabarnið.

„Þessi litli kútur ákvað að líta dagsins ljós á mánudaginn - þegar afi hans var á þvælingi á norðausturhorni landsins. Það urðu miklir fagnaðarfundir - a.m.k. af minni hálfu - þegar ég fékk loksins að knúsa hann og kyssa. Móður og peyja heilsast vel!“

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.