Tónlist

Bein útsending: Tónleikar með Bubba

Tinni Sveinsson skrifar
Bubbi Morthens mætir með gítarinn á stóra sviðið klukkan 12.
Bubbi Morthens mætir með gítarinn á stóra sviðið klukkan 12. Vísir/Vilhelm

Borgarleikhúsið býður upp á tónleika með Bubba Morthens klukkan 12 í dag og alla föstudaga á meðan á samkomubanni stendur.

Þetta er hluti af verkefninu Borgó í beinni en leikhúsið býður upp á fjöldan allan af viðburðum sem streymt er heim í stofu landsmanna. Útsendingarnar eru allar aðgengilegar hér á Vísi.

Bubbi mætir í Borgarleikhúsið með gítarinn, tekur nokkur lög og segir sögurnar á bakvið lögin.

Klippa: Tónleikar 2 með Bubba

Framundan hjá Borgó í beinni

Laugardagar eru tileinkaðir ungu kynslóðinni í streymi Borgarleikhússins. Á laugardaginn klukkan 12 mun Halldór Gylfason lesa söguna um Stígvélaða köttinn.

Þann sama dag klukkan 14 verður eitthvað fyrir þá sem hafa gaman að spilum því leikarar í Borgarleikhúsinu ætla að spila saman Dungeons and Dragons.

Á sunnudag er síðan komið að stórsýningunni Ríkharður III en hún verður sýnd klukkan 20 um kvöldið.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.


Tengdar fréttir

Hótel Volkswagen

Borgarleikhúsið sýndi leiklestur á leikriti Jóns Gnarr, Hotel Volkswagen, í beinni útsendingu í kvöld.

Þriðji lestur á Tídægru

Næst á dagskrá hjá Borgó í beinni er þriðji lestur á skemmtisögu úr Tídægru eftir hinn ítalska Giovanni Boccaccio.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.