Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2020 09:02 Eiki Helgason snjóbrettakappi gafst upp á biðinni og henti sér sjálfur í uppbyggingu á aðstöðu fyrir hjólabrettaiðkendur á Akureyri. Vísir/Tryggvi Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið. Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið.
Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira