Nennti ekki að bíða lengur og byggði hjólabrettavöll frá grunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2020 09:02 Eiki Helgason snjóbrettakappi gafst upp á biðinni og henti sér sjálfur í uppbyggingu á aðstöðu fyrir hjólabrettaiðkendur á Akureyri. Vísir/Tryggvi Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið. Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
Það styttist óðum í að draumur brettakappans Eika Helgasonar um innanhúsaðstöðu fyrir hjólabretti á Akureyri rætist. Eftir margra mánaða smíðavinnu er allt á lokametrunum. Starfsleyfið er að koma í hús en kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn varðandi opnunina. Það hefur lengi verið draumur Eika að koma upp innanhúsaðstöðu á Akureyri á borð við þá sem hann hefur unnið að á undanförnum mánuðum. Á síðasta ári nennti hann ekki að bíða lengur eftir því að einhver annar færi í málið. „Ég ákvað bara núna að fara í þetta sjálfur, leita að húsnæði, sjá hvað væri í boði og datt inn á þetta húsnæði hér og ákvað bara að henda mér í þetta,“ segir Eiki þegar fréttamaður Stöðvar 2 leit við á dögunum. Allt á kafi yfir veturinn Aðstaðan til hjólabrettaiðkunar mun því gjörbreytast en veturinn norðan heiða er oftar en ekki snjóþungur. Þannig er í augnablikinu lítið hægt að gera á útihjólabrettavöllum Akureyrar eins og sjá má meðfylgjandi mynd, allt á kafi í snjó. Og sumarið er ekki alltaf gjöfult. „Það má ekki vera rigning eða vindur þannig að þetta eru örfáir dagar á ári sem eru góðir fyrir þessa íþrótt þannig að fá innanhúsaðstöðu mun breyta þessu alveg þvílíkt,“ segir Eiki. Afar snjóþungt hefur verið þennan veturinn á Akureyri.Vísir/Tryggvi Eiki og félagar hans hafa sjálfir unnið mest alla vinnunna enda vanir því að smíða brettapalla. Aðstaðan er ætluð hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum og BMX-hjólum. Eitthvað hlýtur þetta að kosta, er þetta allt að koma úr þínum eigin vasa eða hvað? „Eins og er já en það eru fyrirtæki búin að hafa samband við mig og hafa aðstoðað mig með góð verð og svo vilja koma og sponsora þetta þegar þetta er komið í loftið þannig að vonandi kem ég ekki úr alltof miklum mínus út úr þessu,“ segir Eiki. Veiran setur strik í reikninginn Áður en Eiki fór af stað með verkefnið lýstu um 100 manns yfir áhuga á því að kaupa kort þegar svæðið væri klárt. Það varð til þess að hann lét vaða. „Þannig að ég stóð við mig mitt og nú þurfa þau að standa við sitt að kaupa þetta líka.“ Eiki hafði upphaflega stefnt að því að opna hjólabrettavöllinn fljótlega og var allt á lokametrunum um það leyti sem kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar um heiminn kom til Íslands. Aðstaðan hefur tekið á sig fína mynd.Vísir/Tryggvi Líkt og komið hefur fram er allt íþróttastarf á Íslandi meira og minna í viðstöðu og því óljóst hvenær nákvæmlega fyrstu gestirnir geta farið að renna sér innandyra á hjólabrettum á Akureyri. Í færslu á Facebook-síðu Eika þar sem fylgast má með verkefninu, segir Eiki að hann muni fljótlega opna fyrir sölu á kortum inn á svæðið sem taka muni gildi þegar loksins er hægt að opna, þegar faraldurinn er afstaðinn. Hægt er að sjá nýjustu fréttir af verkefninu og fylgjast með á Facebook-síðunni Bragga Parkið.
Akureyri Snjóbrettaíþróttir Hjólabretti Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira