Bein útsending: Vélmennaárás Ævars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 12:35 Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður. Mynd/Forlagið Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum. Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum.
Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00