Bein útsending: Vélmennaárás Ævars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 12:35 Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður. Mynd/Forlagið Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum. Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Ævar Þór Benediktsson leikari og bókahöfundur hefur nú lokið við að lesa bókina Risaeðlur í Reykjavík og við tekur framhaldið, Vélmennaárásin. Ævar mun lesa upp úr bókinni fyrir börnin í beinni útsendingu kl.13:00 og má finna útsendinguna hér að neðan. Þessi frétt verður uppfærð daglega með streymi dagsins. Fyrri upplestrum verður svo jafnóðum bætt við neðst í fréttinni. Ævar Þór las upp bókina Risaeðlur í Reykjavík í átta hlutum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokknum Bernskubrek Ævars en Vélmennaárásin er önnur bókin í röðinni. Í samtali við Vísi segir Ævar að upplesturinn hafi gengið mjög vel hingað til.. „Til að byrja með pínu stressandi en núna hef ég vanist þessu. Þetta er góð rútína á deginum hjá mér. Ég veit að klukkan 13:00 á öllum virkum dögum er bein útsending, og þá er eins gott að vera búinn að fá sér góðan hádegisverð og heimalagað kaffi svo maður sé með á nótunum.“ Ævar hefur þó nokkra reynslu af upplestri, þar sem hann hefur lesið nokkrar hljóðbækur, bæði sínar eigin og eftir aðra höfunda. Hann segist sjálfur vera mikill hljóðbókahlustandi líka. „Ég sá á Twitter að bandaríski leikarinn Josh Gad var að lesa barnabækur í beinni og hugsaði með mér að þetta væri hrikalega sniðugt, sérstaklega þar sem svo margir eru fastir heima hjá sér og vantar kannski eitthvað til að brjóta upp daginn. Tveimur dögum seinna fór fyrsti lesturinn á Risaeðlum í Reykjavík í loftið.“ Ævar segir að viðbrögðin við upplestrinum hafi verið gríðarlega góð. Mörg börn fylgjast spennt með myndböndunum á Facebook og hér á Vísi. „Mörg þúsund manns hafa horft á hvert myndband, þannig að þetta er orðinn töluverður fjöldi. Krakkar eru að hlusta heima, heilu bekkirnir fylgjast með í skólum og svo eru íslenskir krakkar sem búa erlendis líka að horfa. Ég hef auk þess fengið sendar óteljandi margar teikningar af risaeðlum sem ég deili á Facebook-síðunni minni á hverjum degi, sem er yndislegt.“ Alla upplestrana upp úr bókinni Risaeðlur í Reykjavík má finna hér á Vísi og öll myndböndin um Vélmennaárásina munu birtast hér í þessari frétt. Ævar segir að áhorfendur megi búast við vélmennum, stórhættulegri gervigreind, spennu og stuði. „Myndböndin vistast sjálfkrafa inni á Facebook-síðu Ævars vísindamanns, þannig að það er allt í lagi þótt maður sé bara að byrja að hlusta núna,“ segir Ævar að lokum.
Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Bein útsending: Ævar les í beinni og lofar glæsilegum risaeðlutilþrifum Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. 16. mars 2020 11:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög