Sport

Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild

Sindri Sverrisson skrifar

Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna.

„Ég skil ekki alveg ákvörðun IOC og Japans með að vilja ekki fresta þessu. Það er verið að setja pressu á okkur íþróttafólkið að fara út og bæði eiga meiri möguleika á að smitast sjálf og að smita aðra með því að halda áfram æfingum,“ segir Anton Sveinn, vel meðvitaður um til hvers er ætlast af fólki til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar.

Anton Sveinn var í nýliðinni viku kynntur sem nýr liðsmaður Toronto Titans og er þar með orðinn atvinnumaður í sundi, og hann mun keppa fyrir liðið í Alþjóðlegu sunddeildinni, International Swimming League.

„Þessi deild er það sem mun lyfta sundinu í hærri hæðir. Það hefur aldrei verið nein almennileg atvinnumannadeild í sundi, bara alþjóðlegu mótin sem eru haldin af FINA, einu sinni á ári,“ segir Anton Sveinn sem kemur til með að keppa á tíu mótum í deildinni, frá september og fram í febrúar, og svo á úrtökumóti í mars og úrslitum í maí á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×