Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fimmtán er saknað og fjöldi húsa gjörónýtur eftir að leirskriður féllu á norska bæinn Ask, norðaustur af Osló, í morgun. Skriða féll um eitt hundrað metrum frá húsi íslenskrar konu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að slíkur harmleikur eigi ekki að geta gerst. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við sóttvarnalækni um mögulegan samning við Pfizer um bóluefni fyrir nær alla þjóðina. Hann vonast eftir svari sem allra fyrst.

Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Rætt verður við forstjóra Kauphallarinnar sem telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum.

Persónulegt rými er eitthvað sem fólk á eftir að sakna við árið 2020 en engin eftirsjá er að andlitsgrímunni. Rætt verður við fólk á förnum vegi nú þegar árið er að líða undir lok.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×