Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Þáttaskil urðu í dag þegar fyrstu einstaklingarnir hér á landi voru bólusettir gegn Covid-19. Fólk var fullt tilhlökkunar yfir því að loks sé farið að sjá fyrir endann á faraldrinum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum við fólkið sem fékk sprautuna langþráðu, þar á meðal fyrsta Íslendinginn utan heilbrigðisstétta sem var bólusettur. Hann sagði þetta ekkert vont – bara eins og hefðbundna flensusprautu.

Þá verður rætt við heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslunnar um framhald bólusetninga og samningagerð við bóluefnaframleiðendur.

Einnig tökum við stöðuna á flugeldasölunni í ár og fylgjumst með þegar varðskipið Þór fór að sækja flutningaskipið Lagarfoss í nótt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×