Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við sóttvarnalækni um fund sem hann mun eiga með Kára Stefánssyni við fulltrúa Pfizer um bóluefnarannsóknir hér á landi. Þórólfur ræðir einnig breska afbrigði kórónuveirunnar og spurningar sem á eftir að svara um það.

Við sjáum svipmyndir af óveðrinu í dag og tökum stöðum í Vestmannaeyjum þar sem veðrið var hvað verst og heyrum í Seyðfirðingum sem voru órólegir þegar Fjarðarheiði varð ófærð um tíma í dag.

Þá verður rætt við fasteignasala sem segir fasteignasölu góða í ár þrátt fyrir heimsfaraldur. Hann segir að lítið framboð eigna á höfuðborgarsvæðinu hafi eitthvað með það að gera.

Við heyrum einnig í vöskum sjálfboðaliðum sem hafa komið Kröflulyftu aftur í gagnið og Magnús Hlynur tekur hús á kvenfélagskonum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×