Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Íbúar á stórum hluta rýmingarsvæðisins á Seyðisfirði fengu í dag að sækja helstu nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum.

Enn er óvitað hvenær þeir fá að snúa aftur til síns heima og óvíst hvort það verði fyrir jól. Íbúar sem sáu eyðilegginguna í fyrsta sinn í birtu í dag segja það hafa verið átakanlegt.

Við verðum í beinni frá Seyðisfirði í fréttatímanum og sjáum myndbrot sem tekin voru rétt eftir að stóra skriðan féll á föstudag.

Búist er við tíu þúsund skömmtum af bóluefni gegn kórónuveirunni til landsins 28. desember og degi síðar verða forgangshópar bólusettir að sögn ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Þegar er búið að tryggja bóluefni fyrir alla þjóðina og má búast við að restin verði bólusett á næstu þremur til fimm mánuðum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig fylgjumst við með stöðunni í Evrópu en fjöldi ríkja hefur lokað á komur frá Bretlandi eftir að nýtt afbrigði kórónuveiru greindist þar í landi.

Þá skoðum við jólaundirbúning á Hrafnistu og verðum í beinni frá hátíðlegum tónleikum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×