Hellisbúa Carpaccio að hætti BBQ kóngsins Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Alfreð er algjör kóngur á grillinu. Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna. Annar þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig reiðir fram það sem hann kallar Hellisbúa Carpaccio og fleira eins og sjá má hér að neðan. Þar má einnig sjá allar uppskriftirnar úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Hellisbúa Carpaccio Hellisbúa Carpaccio Hráefni: Nautalund Klettasalat Parmesan ostur Salt Truffluolía Djúpsteikt hvítlaukskurl. Einnig hægt að nota eitthvað stökkt eins og ristaðar furuhnetur Djúpsteiktir jarðskokkar (má sleppa en gefur rosa gott bragð og lítur rosa vel út á diski.) 1. Skerið jarðskokka í þunnar sneiðar og djúpsteikið í olíu þar til stökkir 2. Nautalund sett beint á harðviðarkol ca 10 sekúndur á hlið til að fá gott bragð 3. Skerið niður í eins þunnar sneiðar og þið treystið ykkur til og fletið sneiðarnar út með því að berja þær með krepptum hnefa. 4. Raðið sneiðunum á fallegan disk, saltið og stráið truffluolíu yfir 5. Klettasalati dreift yfir ásamt rifnum parmesan osti 6. Að lokum stráið þið djúpsteikta hvítlaukskurlinu og jarðskokkunum yfir Smjörpennsluð svína kóróna með grilluðu broccolini, pikkluðu rauðkáli og einföldu rauðlauks klettasalati: Hráefni: 2X svínafille með bein. Bundið saman svo það myndi kórónu. Marenering: 3 msk Oregano 3 msk Papríkuduft 1 tsk Gróft salt Tveir hvítlauksgeirar 4msk ólífuolía Kryddsmjör: 60 gr smjör 1 msk BBQ krydd - Einnig hægt að krydda smjörið með ykkar uppáhalds kryddblöndu Meðlæti: Broccolini Klettasalat Hálfur rauðlaukur SPG – kryddblanda með salti, pipar og ristuðum hvítlauk Ólífuolía Pikklað rauðkál Aðferð: 1. Hitið grillið upp í 130 gráður 2. Hrærið saman oregano, papríkudufti, grófu salti og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið 3. Stingið kjöthitamæli í kjötið og eldið það upp í 62 gráður á óbeinum hita 4. Útbúið kryddsmjörið og smyrjið kjötið reglulega á meðan eldun stendur 5. Setjið broccolini í poka og hellið ólífuolíu yfir og kryddið vel með SPG kryddblöndunni. Grillið þar til smá brennt og stökkt 6. Blandið saman klettasalati og hálfum þunnt skornum rauðlauk í skál og hellið ólífuolíu yfir og kryddið með smá SPG 7. Berið kjötið fram á fallegum viðarplatta með pikkluðu rauðkáli, rauðlauks klettasalati og broccolini Úrbeinað lambalæri með granatepla og myntu salsa ásamt einfaldri hvítlaukssósu Hráefni: Úrbeinað lambalæri Marenering: 150ml Granatepla molasses 8 myntulauf fínt skorin Safi úr hálfri sítrónu 2 tsk sykur Tveir hvítlauksgeirar fínt saxað Ólífuolía 1 msk SPG kryddblanda með salti, pipa rog grófum ristuðum hvítlauk. Granatepla salsa: 1/3 af mareneringunni 6 myntulauf fínt skorin 100 gr granatepla fræ Lítil agúrka skorin í sömu stærð og fræin úr granateplinu Safi úr hálfri sítrónu Ofur einföld hvítlaukssósa: 4 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 tsk hunang eða eftir smekk Fínt skorin hvítlauksgeiri Smakkið til með SPG Aðferð: 1. Hitið grillið í 250 gráður 2. Blandið saman granatepla molasses, fínt söxuðum myntulaufum, safa úr sítrónu, sykri, hvítlauk og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið. Látið standa í 20 mínútur eða yfir nótt. Gætið þess að geyma 1/3 af mareneringunni fyrir salsa sósuna 3. Brúnið kjötið vel og snúið nokkrum sinnum. Færið það yfir í óbeinan hita og eldið þar til kjötið nær 62 gráðum í kjarnhita. Þar sem það er mikill sykur í mareneringunni þá brennur kjötið auðveldlega en mér finnst það bara gefa betra bragð 4. Blandið saman 1/3 af mareneringunni, myntulaufum, granatepla fræjum, agúrku og safa úr sítrónu í skál. 5. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, hvítlauknum, hunangi og SPG í skál 6. Berið fram lærið á fallegum viðarplatta og setjið salsað yfir ásamt hvítlaukssósunni Blaut súkkulaði kaka á steypujárnspönnu með kaffilíkjörsrjóma 150 gr. bráðið smjör 3 dl sykur 1 dl kakó 2 tsk vanillusykur 2 egg 2 dl hveiti Flórsykur til skreytingar Kaffilíkjörsrjómi Þeyttur rjómi Smakkið til með kaffilíkjör Aðferð 1.Hitið grillið upp í 200 gráður 2.Setjið smjörið á steypujárnspönnu og bræðið á grillinu 3.Blandið saman öllum þurrefnum nema hveitinu ásamt einu eggi 4.Hrærið vel og bætið svo öðru eggi út í og hrærið vel. Bætið svo hveitinu út í og veltið smjörinu vel um á pönnunni svo kakan festist síður við pönnuna. Hellið smjörinu út í degið en passið að smjörið sé ekki of heitt. 5.Blandið vel saman og hellið deiginu í smurða steypujárnspönnuna og dreifið vel úr 6.Bakið kökuna á 200 gráðu heitu grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur. Fylgist vel með kökunni og gætið þess að kakan sé mjúk í miðjunni. BBQ kóngurinn Matur Uppskriftir Jól Carpaccio Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna. Annar þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig reiðir fram það sem hann kallar Hellisbúa Carpaccio og fleira eins og sjá má hér að neðan. Þar má einnig sjá allar uppskriftirnar úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Hellisbúa Carpaccio Hellisbúa Carpaccio Hráefni: Nautalund Klettasalat Parmesan ostur Salt Truffluolía Djúpsteikt hvítlaukskurl. Einnig hægt að nota eitthvað stökkt eins og ristaðar furuhnetur Djúpsteiktir jarðskokkar (má sleppa en gefur rosa gott bragð og lítur rosa vel út á diski.) 1. Skerið jarðskokka í þunnar sneiðar og djúpsteikið í olíu þar til stökkir 2. Nautalund sett beint á harðviðarkol ca 10 sekúndur á hlið til að fá gott bragð 3. Skerið niður í eins þunnar sneiðar og þið treystið ykkur til og fletið sneiðarnar út með því að berja þær með krepptum hnefa. 4. Raðið sneiðunum á fallegan disk, saltið og stráið truffluolíu yfir 5. Klettasalati dreift yfir ásamt rifnum parmesan osti 6. Að lokum stráið þið djúpsteikta hvítlaukskurlinu og jarðskokkunum yfir Smjörpennsluð svína kóróna með grilluðu broccolini, pikkluðu rauðkáli og einföldu rauðlauks klettasalati: Hráefni: 2X svínafille með bein. Bundið saman svo það myndi kórónu. Marenering: 3 msk Oregano 3 msk Papríkuduft 1 tsk Gróft salt Tveir hvítlauksgeirar 4msk ólífuolía Kryddsmjör: 60 gr smjör 1 msk BBQ krydd - Einnig hægt að krydda smjörið með ykkar uppáhalds kryddblöndu Meðlæti: Broccolini Klettasalat Hálfur rauðlaukur SPG – kryddblanda með salti, pipar og ristuðum hvítlauk Ólífuolía Pikklað rauðkál Aðferð: 1. Hitið grillið upp í 130 gráður 2. Hrærið saman oregano, papríkudufti, grófu salti og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið 3. Stingið kjöthitamæli í kjötið og eldið það upp í 62 gráður á óbeinum hita 4. Útbúið kryddsmjörið og smyrjið kjötið reglulega á meðan eldun stendur 5. Setjið broccolini í poka og hellið ólífuolíu yfir og kryddið vel með SPG kryddblöndunni. Grillið þar til smá brennt og stökkt 6. Blandið saman klettasalati og hálfum þunnt skornum rauðlauk í skál og hellið ólífuolíu yfir og kryddið með smá SPG 7. Berið kjötið fram á fallegum viðarplatta með pikkluðu rauðkáli, rauðlauks klettasalati og broccolini Úrbeinað lambalæri með granatepla og myntu salsa ásamt einfaldri hvítlaukssósu Hráefni: Úrbeinað lambalæri Marenering: 150ml Granatepla molasses 8 myntulauf fínt skorin Safi úr hálfri sítrónu 2 tsk sykur Tveir hvítlauksgeirar fínt saxað Ólífuolía 1 msk SPG kryddblanda með salti, pipa rog grófum ristuðum hvítlauk. Granatepla salsa: 1/3 af mareneringunni 6 myntulauf fínt skorin 100 gr granatepla fræ Lítil agúrka skorin í sömu stærð og fræin úr granateplinu Safi úr hálfri sítrónu Ofur einföld hvítlaukssósa: 4 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 tsk hunang eða eftir smekk Fínt skorin hvítlauksgeiri Smakkið til með SPG Aðferð: 1. Hitið grillið í 250 gráður 2. Blandið saman granatepla molasses, fínt söxuðum myntulaufum, safa úr sítrónu, sykri, hvítlauk og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið. Látið standa í 20 mínútur eða yfir nótt. Gætið þess að geyma 1/3 af mareneringunni fyrir salsa sósuna 3. Brúnið kjötið vel og snúið nokkrum sinnum. Færið það yfir í óbeinan hita og eldið þar til kjötið nær 62 gráðum í kjarnhita. Þar sem það er mikill sykur í mareneringunni þá brennur kjötið auðveldlega en mér finnst það bara gefa betra bragð 4. Blandið saman 1/3 af mareneringunni, myntulaufum, granatepla fræjum, agúrku og safa úr sítrónu í skál. 5. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, hvítlauknum, hunangi og SPG í skál 6. Berið fram lærið á fallegum viðarplatta og setjið salsað yfir ásamt hvítlaukssósunni Blaut súkkulaði kaka á steypujárnspönnu með kaffilíkjörsrjóma 150 gr. bráðið smjör 3 dl sykur 1 dl kakó 2 tsk vanillusykur 2 egg 2 dl hveiti Flórsykur til skreytingar Kaffilíkjörsrjómi Þeyttur rjómi Smakkið til með kaffilíkjör Aðferð 1.Hitið grillið upp í 200 gráður 2.Setjið smjörið á steypujárnspönnu og bræðið á grillinu 3.Blandið saman öllum þurrefnum nema hveitinu ásamt einu eggi 4.Hrærið vel og bætið svo öðru eggi út í og hrærið vel. Bætið svo hveitinu út í og veltið smjörinu vel um á pönnunni svo kakan festist síður við pönnuna. Hellið smjörinu út í degið en passið að smjörið sé ekki of heitt. 5.Blandið vel saman og hellið deiginu í smurða steypujárnspönnuna og dreifið vel úr 6.Bakið kökuna á 200 gráðu heitu grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur. Fylgist vel með kökunni og gætið þess að kakan sé mjúk í miðjunni.
BBQ kóngurinn Matur Uppskriftir Jól Carpaccio Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira