Innlent

Þrír handteknir vegna gruns um fjárkúgun og frelsissviptingu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Þrír voru handteknir í höfuðborginni í nótt grunaðir um fjárkúgun og frelsissviptingu. Þá voru þrír handteknir í gærkvöldi vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Allir voru vistaðir í fangageymslum lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna.

Þrjár tilkynningar bárust lögreglu vegna samkvæmishávaða; í póstnúmerunum 101 og 105 og í Hafnarfirði.

Þá barst tilkynning um æstan mann í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en viðkomandi reyndist í annarlegu ástandi og var handtekinn og gisti fangageymslur.

Rétt fyrir kl. 2 í nótt var bifreið stöðvuð í hverfi 105. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja og um að aka á ótryggðu ökutæki. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Annar ökumaður var handtekinn í Hafnarfirði síðla dags í gær. Var hann grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkiefna og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Lögregla í Hafnarfirði handtók einnig mann í gærkvöldi grunaðan um eignaspjöll og var hann vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Þá var einstaklingur handtekinn og vistaður í fangageymslum vegna líkamsárásar í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.