Lífið

Ýtti á bjölluna og sagði „ómæ god, við erum búin að vinna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
download (1)

Nú liggur fyrir hvaða lið er Íslandsmeistari í Kviss. Úrslitaþátturinn fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið og mættust þar Þróttur og FH.

Sóli Hólm og Sólrún Diego voru í liði Þróttar og Björg Magnúsdóttir og Jón Jónsson í liði FH.

Úrslitin réðust ekki fyrir en á lokaspurningunni en þar var spurt út í fyrirbæri sem mjög margir Íslendingar kannast við og sérstaklega um jólin.

Þróttur fór með sigur í úrslitaviðureigninni og var Sólmundur nokkuð sáttur þegar hann áttaði sig á því að hann hefði fattað svarið við lokaspurningunni.

Þá sagði Sóli við Sólrúnu: „ómæ god, við erum búin að vinna“ áður en hann svaraði spurningunni.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft og verðlaunaafhendinguna.

Klippa: Ýtti á bjölluna og sagði ómæ god, við erum búin að vinna



Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.