Salka komin heim eftir að hafa verið týnd í tvö ár Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 13:35 Salka lét fara vel um sig í gær eftir að hún kom heim eftir rúmlega tveggja ára óvissu. Það má segja að hálfgert jólakraftaverk hafi átt sér stað þegar Hólmfríður Eva Björnsdóttir fékk óvænt skilaboð á fimmtudagskvöld. Þar var hún spurð hvort hún kannaðist við kisu sem hafði fundist, og reyndist það vera Salka, sem Hólmfríður hafði saknað í tvö og hálft ár. Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira