Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2020 22:04 Fossinn Dynjandi í Arnarfirði kominn með gráan kraga. Egill Aðalsteinsson Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. Dynjandi er af mörgum talinn höfuðdjásn Vestfjarða en myndir af honum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Með Dýrafjarðargöngum og bættum vegi yfir Dynjandisheiði er að opnast í fyrsta sinn sá möguleiki fyrir almenning að komast akandi að fossinum allt árið um kring. Það eru vitanlega Dýrafjarðargöngin sem öllu breyta en þau voru opnuð í lok októbermánaðar. Starfsmenn Mjólkárvirkjunar merktu strax aukna umferð. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Munna Dýrafjarðarganga má sjá vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Já, við finnum það. Það er búin að vera töluverð umferð síðan göngin opnuðu. Náttúrlega tíðarfarið hefur hjálpað okkur líka. Það er búið að vera mjög snjólétt og gott haust,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Fyrir Ísfirðinga styttist leiðin um 27 kílómetra og Hrafnseyrarheiði hætti að vera hindrun. „Við höfum til dæmis aldrei séð Dynjanda að vetri til. Og nú sér maður á samfélagsmiðlum að fólk hér á svæðinu er að keyra sunnudagsbíltúrinn á Dynjanda. Það tekur enga stund. Og skoða hann í því veðurfari og aðstæðum sem við höfum bara aldrei séð áður,“ segir Ísfirðingurinn Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.Egill Aðalsteinsson Á Vestfjarðastofu sjá menn ný tækifæri. „Við höfum aðeins verið að fylgjast með teljurunum. Það er bara búið að vera núna, um helgar sérstaklega, bara töluverð traffík af fólki að fara að Dynjanda. Því þetta er bara staður sem við höfum ekki fengið að sjá á þessum árstíma,“ segir Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða. Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Björgvinssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, hefur umferð reynst meiri en menn bjuggust við á þessum árstíma, stundum 60-70 bílar á dag og allt upp í 150 bílar á dag. Lítill snjór hafi verið á Dynjandisheiði, hún þó lokast í alls 5-6 daga það sem af er vetri og þá vegna hvassviðris og skafrennings. „Dýrafjörðurinn hefur verið endastöð nærri hálft árið, má segja. Nú er allt í einu bara búið að opnast hérna. Og fólk kemst hérna snurðulaust, núna eins og tíðin er búin að vera. Dynjandisheiðin hefur enn ekkert verið til trafala, það er enginn snjór. Og menn eru bara að fara í báðar áttir. Það er að koma af sunnanverðum fjörðunum. Og svo eru norðanmenn að fara,“ segir stöðvarstjórinn í Mjólká. „Og sérstaklega verður þetta gaman þegar hann verður kominn í klakabönd. Því það hafa mjög fáir séð. Því þá hefur þessi staður bara ekki verið aðgengilegur,“ segir Díana. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Byggðamál Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Dynjandi er af mörgum talinn höfuðdjásn Vestfjarða en myndir af honum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Með Dýrafjarðargöngum og bættum vegi yfir Dynjandisheiði er að opnast í fyrsta sinn sá möguleiki fyrir almenning að komast akandi að fossinum allt árið um kring. Það eru vitanlega Dýrafjarðargöngin sem öllu breyta en þau voru opnuð í lok októbermánaðar. Starfsmenn Mjólkárvirkjunar merktu strax aukna umferð. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Munna Dýrafjarðarganga má sjá vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Já, við finnum það. Það er búin að vera töluverð umferð síðan göngin opnuðu. Náttúrlega tíðarfarið hefur hjálpað okkur líka. Það er búið að vera mjög snjólétt og gott haust,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Fyrir Ísfirðinga styttist leiðin um 27 kílómetra og Hrafnseyrarheiði hætti að vera hindrun. „Við höfum til dæmis aldrei séð Dynjanda að vetri til. Og nú sér maður á samfélagsmiðlum að fólk hér á svæðinu er að keyra sunnudagsbíltúrinn á Dynjanda. Það tekur enga stund. Og skoða hann í því veðurfari og aðstæðum sem við höfum bara aldrei séð áður,“ segir Ísfirðingurinn Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.Egill Aðalsteinsson Á Vestfjarðastofu sjá menn ný tækifæri. „Við höfum aðeins verið að fylgjast með teljurunum. Það er bara búið að vera núna, um helgar sérstaklega, bara töluverð traffík af fólki að fara að Dynjanda. Því þetta er bara staður sem við höfum ekki fengið að sjá á þessum árstíma,“ segir Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða. Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Björgvinssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, hefur umferð reynst meiri en menn bjuggust við á þessum árstíma, stundum 60-70 bílar á dag og allt upp í 150 bílar á dag. Lítill snjór hafi verið á Dynjandisheiði, hún þó lokast í alls 5-6 daga það sem af er vetri og þá vegna hvassviðris og skafrennings. „Dýrafjörðurinn hefur verið endastöð nærri hálft árið, má segja. Nú er allt í einu bara búið að opnast hérna. Og fólk kemst hérna snurðulaust, núna eins og tíðin er búin að vera. Dynjandisheiðin hefur enn ekkert verið til trafala, það er enginn snjór. Og menn eru bara að fara í báðar áttir. Það er að koma af sunnanverðum fjörðunum. Og svo eru norðanmenn að fara,“ segir stöðvarstjórinn í Mjólká. „Og sérstaklega verður þetta gaman þegar hann verður kominn í klakabönd. Því það hafa mjög fáir séð. Því þá hefur þessi staður bara ekki verið aðgengilegur,“ segir Díana. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Byggðamál Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21