Lífið

Ellen DeGeneres greindist með kórónu­veiruna

Sylvía Hall skrifar
Ellen DeGeneres.
Ellen DeGeneres. Getty/Daniele Venturelli

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta tilkynnir hún í Instagram-færslu sem birt var í dag.

„Hæ allir, ég vildi láta ykkur vita að fékk jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Sem betur fer líður mér vel núna,“ skrifar DeGeneres.

Búið er að láta alla vita sem hafa umgengist hana undanfarna daga og segist hún fylgja tilmælum Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hún kveðst hlakka til þess að snúa aftur til starfa eftir hátíðirnar.

„Hlúið að heilsunni og farið varlega.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.