Með svarta beltið en gat lítið gert þegar hann fékk Fjallið ofan á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig niður fyrir boxbardagann á næsta ári. Instagram/@thorbjornsson Josh Palmer er með svarta beltið í jiu-jitsu glímuíþróttinni en hann átti fá svör þegar hann fékk tækifæri til að glíma við Hafþór Júlíus Björnsson á dögunum. Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube Box Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube
Box Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira