Salman Tamimi er látinn Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2020 12:53 Salman Tamimi var áberandi í þjóðlífinu og lét ekki sitt eftir liggja í umræðunni. Fjölskylda hans og múslimasamfélagið á Íslandi syrgir nú forstöðumann sinn. Félag Múslima á Íslandi Salman Tamimi lést í gær 65 ára gamall. Hann er forstöðumaður Félags múslima á Íslandi. Félag Múslima á Íslandi greindi frá andláti Salman Tamimi nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Þar segir: „Í gærkvöldi lést forstöðumaður Félags múslima á Íslandi, Salman Tamimi. Þessa manns verður sárt saknað. Við viljum minna fólk á að bera virðingu fyrir aðstæðum sem fjölskylda hans er í og fara ekki heim til hans og hringja i fjölskyldumeðlimi stanslaust. Það eina sem við getum gert núna er að biðja Allah að blessa sál hans og inshallah hann verður háttsettur í paradís.“ Salman Tamimi fæddist 1. mars árið 1955 í Jerúsalem, Palestínu. Hann kom til Íslands 1971, þá 16 ára gamall. Hann var á sjó og í byggingarvinnu í fyrstu en á seinni árum menntaði hann sig sem tölvunarfræðingur og vann lengst af hjá Borgarspítalanum, síðar Landspítalanum. Salman stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997 og var formaður þess til fleiri ára. Hann var einnig stofnfélagi í Félaginu Ísland-Palestína og var ötull talsmaður réttinda Palestínumanna ásamt því að láta sig varða mannréttindi um víðan heim. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir. Hann lætur eftir sig 5 uppkomin börn, fósturson og 12 barnabörn ásamt stórri fjölskyldu í Palestínu og á Íslandi. Í tilkynningu frá fjölskyldu Salmans segir að hann hafi verið mikill fjölskyldumaður, vinamargur og hans verði sárt saknað. Salman hafi látist á friðsælan hátt í faðmi fjölskyldu sinnar. Salman kom oft fram í viðtölum fyrir hönd múslima á Íslandi, meðal annars ítarlega í útvarpsþættinum Harmageddon sem sjá má að neðan. Andlát Trúmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Félag Múslima á Íslandi greindi frá andláti Salman Tamimi nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Þar segir: „Í gærkvöldi lést forstöðumaður Félags múslima á Íslandi, Salman Tamimi. Þessa manns verður sárt saknað. Við viljum minna fólk á að bera virðingu fyrir aðstæðum sem fjölskylda hans er í og fara ekki heim til hans og hringja i fjölskyldumeðlimi stanslaust. Það eina sem við getum gert núna er að biðja Allah að blessa sál hans og inshallah hann verður háttsettur í paradís.“ Salman Tamimi fæddist 1. mars árið 1955 í Jerúsalem, Palestínu. Hann kom til Íslands 1971, þá 16 ára gamall. Hann var á sjó og í byggingarvinnu í fyrstu en á seinni árum menntaði hann sig sem tölvunarfræðingur og vann lengst af hjá Borgarspítalanum, síðar Landspítalanum. Salman stofnaði Félag múslima á Íslandi árið 1997 og var formaður þess til fleiri ára. Hann var einnig stofnfélagi í Félaginu Ísland-Palestína og var ötull talsmaður réttinda Palestínumanna ásamt því að láta sig varða mannréttindi um víðan heim. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir. Hann lætur eftir sig 5 uppkomin börn, fósturson og 12 barnabörn ásamt stórri fjölskyldu í Palestínu og á Íslandi. Í tilkynningu frá fjölskyldu Salmans segir að hann hafi verið mikill fjölskyldumaður, vinamargur og hans verði sárt saknað. Salman hafi látist á friðsælan hátt í faðmi fjölskyldu sinnar. Salman kom oft fram í viðtölum fyrir hönd múslima á Íslandi, meðal annars ítarlega í útvarpsþættinum Harmageddon sem sjá má að neðan.
Andlát Trúmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira