Fær annað tækifæri með Vanderbilt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 13:30 Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar er hún hóf síðari hálfleik í leik Vanderbilt Commodores og Missouri Tigers. Zach Bland/Getty Images Sarah Fuller varð á dögunum fyrsti kvenmaðurinn til að keppa á hæsta stigi háskólaboltans í amerískum fótbolta. Þjálfari liðsins hefur ákveðið að taka Fuller með í næsta leik sem er gegn einu af bestu liðum landsins. Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá. NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá.
NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01
Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16