Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 13:01 Fuller vakti athygli á Spilaðu Eins og Stelpa (e. Play Like A Girl) samtökunum í leiknum. Þau hvetja stelpur til að vera í þróttum. USA Today Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að Vanderbilt-háskólinn væri í stökustu vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik gegn Missouri Tigers vegna kórónuveirunnar. Fjöldi leikmanna var – og er – í sóttkví, þar á meðal þeir leikmenn sem fylla stöðu sparkara í liðinu. Góð ráð voru dýr og var leitað til knattspyrnuliðs skólans, það er kvennaliðs skólans þar sem skólinn er ekki með knattspyrnulið karlamegin. Sarah Fuller, markvörður liðsins, er á sínu síðasta ári í skólanum og var fengin til að mæta á æfingar og vera til taks ef þess þyrfti í leiknum. Fuller var á leiðinni heim til Texas til að vera með fjölskyldu sinni yfir þakkargjörðarhátíðina en hún var tilbúin að sleppa því að þessu sinni til að eiga möguleikann á að spila með skólaliði Vanderbilt í amerískum fótbolta. Tomorrow I will be wearing Play Like a Girl on the back of my helmet. @iplaylikeagirl is nonprofit that encourages girls to play sports and get exposure to STEM opportunities. Check them out! #playlikeagirl https://t.co/2inXh5PM2V pic.twitter.com/W7lF9dXkUR— Sarah Fuller (@SarahFuller_27) November 27, 2020 Þó Sarah hafi ekki fengið tækifæri til að skora vallarmark í leik gærdagsins þá fór inn á völlinn í síðari hálfleik til að hefja leik að nýju. Með því varð Sarah Fuller fyrsta konan til að spila í einum af fimm stærstu deildum bandaríska háskólaboltans, ganga þær venjulega undir nafninu Power 5. Gengi Vanderbilt hefur verið afleitt á leiktíðinni og liðið ekki enn unnið leik. Það sama var upp á teningnum í gær er Tigers unnu 41-0. Fuller gerði sitt besta til að reyna hvetja liðsfélaga sína áfram og hét meðal annars ræðu í hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki. "I just want to tell all the girls out there that you can do anything you set your mind to."Sarah Fuller inspiring the next generation (via @SECNetwork) pic.twitter.com/IjKICMwewg— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Sports Illustrated greindi frá. NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að Vanderbilt-háskólinn væri í stökustu vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik gegn Missouri Tigers vegna kórónuveirunnar. Fjöldi leikmanna var – og er – í sóttkví, þar á meðal þeir leikmenn sem fylla stöðu sparkara í liðinu. Góð ráð voru dýr og var leitað til knattspyrnuliðs skólans, það er kvennaliðs skólans þar sem skólinn er ekki með knattspyrnulið karlamegin. Sarah Fuller, markvörður liðsins, er á sínu síðasta ári í skólanum og var fengin til að mæta á æfingar og vera til taks ef þess þyrfti í leiknum. Fuller var á leiðinni heim til Texas til að vera með fjölskyldu sinni yfir þakkargjörðarhátíðina en hún var tilbúin að sleppa því að þessu sinni til að eiga möguleikann á að spila með skólaliði Vanderbilt í amerískum fótbolta. Tomorrow I will be wearing Play Like a Girl on the back of my helmet. @iplaylikeagirl is nonprofit that encourages girls to play sports and get exposure to STEM opportunities. Check them out! #playlikeagirl https://t.co/2inXh5PM2V pic.twitter.com/W7lF9dXkUR— Sarah Fuller (@SarahFuller_27) November 27, 2020 Þó Sarah hafi ekki fengið tækifæri til að skora vallarmark í leik gærdagsins þá fór inn á völlinn í síðari hálfleik til að hefja leik að nýju. Með því varð Sarah Fuller fyrsta konan til að spila í einum af fimm stærstu deildum bandaríska háskólaboltans, ganga þær venjulega undir nafninu Power 5. Gengi Vanderbilt hefur verið afleitt á leiktíðinni og liðið ekki enn unnið leik. Það sama var upp á teningnum í gær er Tigers unnu 41-0. Fuller gerði sitt besta til að reyna hvetja liðsfélaga sína áfram og hét meðal annars ræðu í hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki. "I just want to tell all the girls out there that you can do anything you set your mind to."Sarah Fuller inspiring the next generation (via @SECNetwork) pic.twitter.com/IjKICMwewg— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Sports Illustrated greindi frá.
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira