Jóhann Alfreð og Laufey í stað Villa og Ingileifar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 08:13 Jóhann og Laufey koma inn fyrir Vilhelm og Ingileifu. Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira