Jóhann Alfreð og Laufey í stað Villa og Ingileifar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 08:13 Jóhann og Laufey koma inn fyrir Vilhelm og Ingileifu. Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira