Fótbolti

Sextán í úrúgvæska landsliðinu greinst með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Godín var í tapliði Úrúgvæ gegn Brasilíu á þriðjudaginn og hefur nú greinst með kórónuveiruna.
Diego Godín var í tapliði Úrúgvæ gegn Brasilíu á þriðjudaginn og hefur nú greinst með kórónuveiruna. getty/Matilde Campodonico

Diego Godín, fyrirliði úrúgvæska landsliðsins í fótbolta, fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 

Hann er sá sextándi í úrúgvæska hópnum sem hefur greinst með veiruna síðan liðið kom saman fyrir rúmri viku.

Meðal þeirra leikmanna Úrúgvæ sem hafa greinst með veiruna er Luis Suárez. Hann missti af leik Úrúgvæ og Brasilíu á þriðjudaginn verður einnig fjarri góðu gamni þegar Atlético Madrid mætir hans gömlu félögum í Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Godín leikur með Cagliari og missir af leik liðsins gegn meisturum Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni á morgun.

Úrúgvæ vann Kólumbíu, 0-3, í Suður-Ameríkuriðlinum í undankeppni HM fyrir viku og tapaði svo fyrir Brasilíu, 0-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×