Lífið

Klippti viðtal Joe Rogan við Kanye West niður í eina mínútu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð skemmtilegt einna mínútna myndband.
Nokkuð skemmtilegt einna mínútna myndband.

Tónlistarmaðurinn og fatahönnuðurinn Kanye West mætti sem gestur í vinsælasta hlaðvarp heims, Joe Rogan Experience, á dögunum. 

Viðtalið var gefið út 24. október og hefur verið horft á það yfir ellefu milljón sinnum á YouTube síðan þá.

Spjall þeirra stóð yfir í þrjár klukkustundir og þar talaði Kanye West að það hafi verið guð sem hafi kvatt hann áfram til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna.

Í viðtalinu talaði West mikið um guð, svo mikið að YouTube-notandinn Curry Squirrel ákvað að klippa saman myndskeið þar sem sjá má hversu oft Kanye sagði orðið guð í þættinum. Myndbandið er aðeins mínútu langt en oft kom guð við sögu.

Hér að neðan má sjá útkomuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.