Liðfélagi Gylfa úr þriggja leikja banni og mögulega beint á meiðslalistann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 14:31 Richarlison gengur framhjá Gylfa Þór Sigurðssyni og af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið á móti Liverpool. Hann hefur ekki spilað fyrir Everton síðan. Getty/Laurence Griffiths Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mega helst ekki vera án brasilíska sóknarmannsins Richarlison og fréttir næturinnar voru því ekki skemmtilegar fyrir Everton liðið. Edinson Cavani braut það illa á Richarlison í undankeppni HM í nótt að Cavani fékk rautt spjald og Richarlison þurfti að fara af velli. Richarlison var að spila sína fyrstu leiki sína um miðjan október í þessum landsleikjaglugga þar sem hann hefur verið í leikbanni í ensku úrvalsdeildinni. Edinson Cavani was sent off for Uruguay vs Brazil following a VAR review Everton's Richarlison had to be subbed off afterwards #MUFC #EFChttps://t.co/7Uttgy93P0— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 18, 2020 Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir brot á Liverpool manninum Thiago í nágrannaslag Everton og Liverpool 17. október síðastliðnum. Everton náði samt 2-2 jafntefli út úr þeimleik og var þá með 13 stig af 15 mögulegum og sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem að þetta var beint rautt spjald þá fékk Richarlison þriggja leikja bann. Everton náði ekki í eitt einasta stig án hans því liðið tapaði 2-0 á móti Southampton, 2-1 á móti Newcastle og 3-1 á móti Manchester United í leikjunum sem hann var í banni. Núll stig í þremur leikjum og fyrir vikið er liðið dottið niður í sjöunda sæti. Everton in the Premier League since 18/19:Most Goals | Richarlison (27)Most Assists | Digne (13)Most Dribbles | Richarlison (121)Most Key Passes | Digne (149)Most Fouls Drawn | Richarlison (159)Most Tackles | Digne (184)They get their dream left side back on Sunday. pic.twitter.com/Iiv8kgCG8f— FIVEYARDS (@FIVE__YARDS) November 16, 2020 Það er augljóst á þessari upptalningu að Everton liðið getur helst ekki verið án Richarlison. Richarlison átti að snúa aftur úr leikbanni um helgina þegar Everton heimsækir Fulham í London á sunnudaginn. Edinson Cavani gæti hafa breytt þeim plönum með broti sínu. Cavani steig á ökklann á Richarlison sem varð að fara að velli. Það verður síðan að koma í ljós hvort meiðsli Richarlison séu það alvarleg að hann missi af enn fleiri leikjum með Everton. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mega helst ekki vera án brasilíska sóknarmannsins Richarlison og fréttir næturinnar voru því ekki skemmtilegar fyrir Everton liðið. Edinson Cavani braut það illa á Richarlison í undankeppni HM í nótt að Cavani fékk rautt spjald og Richarlison þurfti að fara af velli. Richarlison var að spila sína fyrstu leiki sína um miðjan október í þessum landsleikjaglugga þar sem hann hefur verið í leikbanni í ensku úrvalsdeildinni. Edinson Cavani was sent off for Uruguay vs Brazil following a VAR review Everton's Richarlison had to be subbed off afterwards #MUFC #EFChttps://t.co/7Uttgy93P0— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 18, 2020 Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir brot á Liverpool manninum Thiago í nágrannaslag Everton og Liverpool 17. október síðastliðnum. Everton náði samt 2-2 jafntefli út úr þeimleik og var þá með 13 stig af 15 mögulegum og sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem að þetta var beint rautt spjald þá fékk Richarlison þriggja leikja bann. Everton náði ekki í eitt einasta stig án hans því liðið tapaði 2-0 á móti Southampton, 2-1 á móti Newcastle og 3-1 á móti Manchester United í leikjunum sem hann var í banni. Núll stig í þremur leikjum og fyrir vikið er liðið dottið niður í sjöunda sæti. Everton in the Premier League since 18/19:Most Goals | Richarlison (27)Most Assists | Digne (13)Most Dribbles | Richarlison (121)Most Key Passes | Digne (149)Most Fouls Drawn | Richarlison (159)Most Tackles | Digne (184)They get their dream left side back on Sunday. pic.twitter.com/Iiv8kgCG8f— FIVEYARDS (@FIVE__YARDS) November 16, 2020 Það er augljóst á þessari upptalningu að Everton liðið getur helst ekki verið án Richarlison. Richarlison átti að snúa aftur úr leikbanni um helgina þegar Everton heimsækir Fulham í London á sunnudaginn. Edinson Cavani gæti hafa breytt þeim plönum með broti sínu. Cavani steig á ökklann á Richarlison sem varð að fara að velli. Það verður síðan að koma í ljós hvort meiðsli Richarlison séu það alvarleg að hann missi af enn fleiri leikjum með Everton.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira