„Verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Þuríður Blær hefur verið að sanna sig sem ein allra besta leikkona landsins undanfarin ár. Vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu. Einkalífið Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu.
Einkalífið Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Sjá meira