Lífið

Páfagaukurinn Kókó er sannfærður um að hann sé hundur

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Páfagaukurinn Kókó er sannfærður um að hann sé hundur. Fuglinn leggur sig með hundunum á heimilinu, drekkur vatn úr hundaskálinni og nartar í hundamat

Fyrir rúmu ári var Kókó í heimilisleit, þá níu ára gamall. ,„Ég ákvað að prófa að hafa hann í viku og sjá hvernig það myndi ganga. Ég er náttúrulega með tvo hunda og svo ég veit ekkert viss,“ segir Emilía Kristín Rigensborg eigandi Kókó.

Hún sá þó strax að samband fuglsins og hundanna yrði ekki vandamál.

„Hann bara stökk strax niður til þeirra á gólfið og hefur ellt þá alveg síðan. Hann fór inn í hundabúr hjá þeim og svaf hjá þeim og vill bara vera hjá þeim allan sólarhringinn,“ segir Emilía.

Kókó vill leggja sig með hundunumMYND/EMILÍA KRISTÍN

Kókó vill aldrei vera útundan og tekur þátt í nærri öllu sem hundarnir gera. Kókó heldur að hann sé hundur. „Hann fer og fær sér vatn í hundadallinum og fær sé stundum hundamat,“ segir Emilía. 

Einnig fer Kókó út á pall með hundunum að viðra sig.

Kókó elskar báða hundana en samband hans við Gígju cavalier-tíkina er alveg einstakt.  „Hann sefur ofan á henni og kúrir alltaf hérna hjá henni,“ segir Emilía. 

Tíkin passar líka vel upp á Kókó þegar aðrir hundar koma í heimsókn. „Hún stillir sér fyrir framan hann og bara: þú kemur ekki nálægt honum, hann er bróðir minn,“ segir Emilía.

Samband Kókó og Gígju er alveg einstakt.
Hér kúra allir hundarnir saman.MYND/EMILÍA KRISTÍN





Fleiri fréttir

Sjá meira


×