Hnéð tvöfalt, staðgengillinn klár en Sigrún lét vaða Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 14:30 Sigrún hefur staðið sig með eindæmum vel í þáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem þáttastjórnandi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún hefur tekið þátt í báðum þáttaröðunum og var stjórnandi með Auðunni Blöndal í seríu númer tvö. Áður en sú þáttaröð hófst var ákveðið að Sigrún og Auðunn myndu dansa saman í lokaþættinum en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og hún ræðir um í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Þegar þetta kemur upp er þetta bara eitthvað seinna tíma vandamál en svo kemur allt í einu að því að maður þarf að fara dansa,“ segir Sigrún Ósk. „Það vita það allir að Auddi á einhver Jackson múv upp í erminni en ég á náttúrlega ekki neitt uppi í erminni í dansmálum. Við byrjum eitthvað að æfa og við höfum ekki bæði sagt söguna alveg eins af því hvernig mér tókst að rífa liðþófann og teygja vel á liðbandinu í leið. Ég vil meina að þetta hafi verið svakalegur snúningur. Auddi grínast með það að ég hafi reimað skóna mína eða snúið hann einhvern veginn lötur hægt. Mögulega er það nær sannleikanum.“ Sigrún slasaði sig þremur vikum fyrir lokaþáttinn. „Við gátum bara ekki mikið meira æft. Þegar kemur að deginum þá var sko hnéð á mér tvöfalt, ég átti bágt með að ganga og það var kominn staðgengill fyrir mig til að dansa við Audda. Ég ákvað að gleypa aðeins af íbúfeni og reyna vefja einhverju utan um þetta. Ég fór daginn áður og lét tappa af hnénu á mér, þetta er náttúrulega bara bull. En ég dansaði og ég er ekki viss um að ég hafi gert það með stæl og hef ekki enn haft mig í að horfa á þennan þátt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði. Einkalífið Allir geta dansað Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem þáttastjórnandi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún hefur tekið þátt í báðum þáttaröðunum og var stjórnandi með Auðunni Blöndal í seríu númer tvö. Áður en sú þáttaröð hófst var ákveðið að Sigrún og Auðunn myndu dansa saman í lokaþættinum en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig eins og hún ræðir um í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Þegar þetta kemur upp er þetta bara eitthvað seinna tíma vandamál en svo kemur allt í einu að því að maður þarf að fara dansa,“ segir Sigrún Ósk. „Það vita það allir að Auddi á einhver Jackson múv upp í erminni en ég á náttúrlega ekki neitt uppi í erminni í dansmálum. Við byrjum eitthvað að æfa og við höfum ekki bæði sagt söguna alveg eins af því hvernig mér tókst að rífa liðþófann og teygja vel á liðbandinu í leið. Ég vil meina að þetta hafi verið svakalegur snúningur. Auddi grínast með það að ég hafi reimað skóna mína eða snúið hann einhvern veginn lötur hægt. Mögulega er það nær sannleikanum.“ Sigrún slasaði sig þremur vikum fyrir lokaþáttinn. „Við gátum bara ekki mikið meira æft. Þegar kemur að deginum þá var sko hnéð á mér tvöfalt, ég átti bágt með að ganga og það var kominn staðgengill fyrir mig til að dansa við Audda. Ég ákvað að gleypa aðeins af íbúfeni og reyna vefja einhverju utan um þetta. Ég fór daginn áður og lét tappa af hnénu á mér, þetta er náttúrulega bara bull. En ég dansaði og ég er ekki viss um að ég hafi gert það með stæl og hef ekki enn haft mig í að horfa á þennan þátt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði.
Einkalífið Allir geta dansað Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira