Lífið

Hræðast ekkert meira en að hann verði tekinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sibba og Gestur hafa verið með drenginn frá fimmtán mánaða aldri. 
Sibba og Gestur hafa verið með drenginn frá fimmtán mánaða aldri. 

Þau hafa alið hann upp, elskað, fætt og klætt frá því hann kom til þeirra rúmlega ársgamall. Nú er drengurinn á þriðja aldursári og þau hræðast ekkert meira en að hann verði tekinn frá þeim en kynmóðirin hefur alltaf barist fyrir því að fá hann til baka.

Í Fósturbörnum í kvöld fá áhorfendur að kynnast þeim Sibbu og Gesti, fóstursyni þeirra og því erfiða ferli sem fósturforeldrar ganga í gegnum.

„Frá degi eitt höfum við alltaf spilað sama lagið alveg frá því að hann kom. Alltaf sett plötu á fóninn og spilað þetta lag. Alltaf leggur hann höfuðið á öxlina á mér og fílar sig,“ segir Gestur sem tók á móti drengnum fimmtán mánaða gömlum ásamt eiginkonu sinni.

„Hann er í tímabundnu fóstri, eins og er. Við ætluðum svo sem ekki þessa leið og vorum við búin að reyna flest allt annað,“ segir Sibba en það var aldrei markmið þeirra að taka barn í fóstur og í raun ekki. 

„Við vorum reyndar búin að ákveða að fara aldrei þessa leið, það var nú fyrsta yfirlýsingin. En hér stöndum við í dag,“ segir Gestur.

Klippa: Hræðast ekkert meira en að hann verði tekinn




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×