Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum segjum við frá því að þjóðaröryggi Frakka er komið á hæsta viðbúnaðarstig eftir að ungur maður frá Túnis myrti þrennt í borginni Nice í morgun sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að hafi verið hryðjuverkaárás.

Það reynir verulega á þanþol heilbrigðiskerfisins vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni. Fjögur sveitarfélög hafa gefist upp á rekstri hjúkrunarheimila vegna lægri framlaga til þeirra en til hjúkrunarheimila ríkisins og það fimmta gæti bæst í hópinn fljótlega. 

Og við fylgjumst með þegar norðurhluti Árbæjarlóns var tæmdur til framtíðar í morgun. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×