Sport

Antonio Brown til liðs við Tom Brady og Gronk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Antonio Brown gæti spilað sinn fyrsta leik síðan í september 2019 þann 8. nóvember næstkomandi.
Antonio Brown gæti spilað sinn fyrsta leik síðan í september 2019 þann 8. nóvember næstkomandi. vísir/getty

Antonio Brown er genginn til liðs við Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Þar hittir hann fyrir fyrrum samherja sína Tom Brady og Rob Gronkowski.

Brown skrifar undir eins árs samning við Tampa Bay eftir að hafa verið látinn fara frá New England Patriots eftir aðeins einn leik í september á síðasta ári. Þá fékk hinn 32 ára gamli Brown átt aleikja bann í júlí fyrir ýmis brot á reglum deildarinnar.

Eins og áður sagði þá stoppaði Brown stutt við hjá Patriots og er nú komið töluvert langt síðan hann lék síðast leik í deildinni. Banni hans lýkur hins vegar nú um helgina og því gæti hann leikið sinn fyrsta leik fyrir Buccaneers gegn New Orleans Saints þann 8. nóvember næstkomandi. Væri það hans fyrsti leikur síðan 15. september 2019.

Brown ætlaði aldrei að spila aftur í NFL-deildinni eftir að hann var látinn fara frá Patriots en hefur nú snúist hugur. Var hann látinn fara eftir ýmis atvik utan vallar og í sumar var hann var hann dæmdur fyrir innbrot og líkamsárás. Var hann dæmdur til tveggja ára á skilorði, 100 klukkustunda í samfélagsvinnu og 13 vikna reiðinámskeið.

Brown hefur verið með betri útherjum NFL-deildarinnar síðan Pittsburgh Steelers völdu hann í nýliðavalinu árið 2010. Undanfarin ár hefur hann átt mjög erfitt utan vallar og spurning hvort hann finni sig að nýju hjá Tampa Bay eða hvort hann verði einnig látinn fara þaðan líkt og frá Patriots.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×