Sport

Antonio Brown syngur um peninga | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brown í sínum síðasta leik í NFL-deildinni með New England Patriots. Hann var látinn fara eftir leikinn.
Brown í sínum síðasta leik í NFL-deildinni með New England Patriots. Hann var látinn fara eftir leikinn. vísir/getty

Vandræðagemsinn Antonio Brown klúðraði sínum málum rækilega í NFL-deildinni í vetur en hefur nýtt tímann til þess að búa til tónlist. Fyrsta myndbandið kom svo í gær.

Lagið heitir „Whole Lotta Money“ en þar stærir stjarnan sig af því hversu ríkur hann er. Líklega engu logið þar en hann tapaði engu að síður hundruðum milljóna í vetur er hann kom sér viljandi út úr risasamningi við Raiders. Hann fór svo til Patriots þar sem hann náði aðeins að spila einn leik.

Myndbandið er eins og við mátti búast. Fljúgandi peningar og léttklæddar stúlkur. Lagið er stuttar tvær mínútur enda virðist kappinn ekki hafa samið mikið meiri texta en Whole Lotta Money.

NFL

Tengdar fréttir

Brown æfði með Saints

Útherjinn Antonio Brown gæti verið að komast í nýtt lið í NFL deildinni en hann æfði með New Orleans Saints á dögunum.

Brown látinn fara frá Patriots

New England Patriots leysti í kvöld útherjann Antonio Brown undan samningi hans við félagið. Brown var nýkominn til Patriots en hann var á dögunum kærður fyrir nauðgun.

Brown sakaður um nauðgun

Stjörnuútherjinn Antonio Brown var í vikunni sakaður um nauðgun í Flórída.

Brown vill spila aftur í vetur

Vandræðagemsinn og einn besti útherji NFL-deildarinnar, Antonio Brown, segist ætla að spila aftur í NFL-deildinni og helst á þessari leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.