Lífið

Gwen Stefani og Blake Shelton trúlofuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Parið á Óskarsverðlaunahátíðinni 26.janúar á þessu ári. Rétt fyrir veiru.
Parið á Óskarsverðlaunahátíðinni 26.janúar á þessu ári. Rétt fyrir veiru. vísir/getty/ David Crotty/Patrick McMullan

Ofurparið Gwen Stefani og Blake Shelton eru trúlofuð en söngkonan greindi frá þessu í færslu á Instagram.

Parið kynntist þegar þau störfuðu saman sem dómarar í raunveruleikaþáttunum The Voice og gera það enn í dag.

Gwen Stefani sló fyrst í gegn með sveitinni No Doubt þegar platan Tragic Kingdom kom út árið 1995. Hún var gift tónlistarmanninum Gavin Rossdale á árunum 2002-2016 og eiga þau saman þrjú börn.

Blake Shelton er einn allra vinsælasti kántrí söngvarinn í Bandaríkjunum en hann hefur verið giftu í tvígang og stefnir á þriðja hjónabandið. Shelton er 44 ára og Gwen Stefani er 51 árs.

View this post on Instagram

@blakeshelton yes please! 💍🙏🏻 gx

A post shared by Gwen Stefani (@gwenstefani) on
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.