Lífið

Katla sýndi frá fæðingunni á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katla og Haukur eignuðust dreng seint í gærkvöldi.
Katla og Haukur eignuðust dreng seint í gærkvöldi.

Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður og eigandi Volcano Design og Systur & Makar og unnusti hennar Haukur Unnar Þorkelsson eignuðust sitt fyrsta barn saman. 

Barnið kom í heiminn í nótt og gekk fæðingin nokkuð vel. Katla sýndi frá fæðingunni í sögu Instagram-reikningsins Systur & Makar sem hægt er að sjá hér. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Í gær var Katla gengin tólf daga fram yfir og kemur fram á Instagram að Haukur hafi ekki mátt vera viðstaddur uppi á Landspítala í upphafi ferilsins og mátti hann aðeins koma inn á fæðingarstofuna þegar hún væri komin í virka fæðingu, eða fjóra í útvíkkun.

Eftir belglosun var Katla komin í fimm í útvíkkun og þá fóru hlutirnir að gerast, og Haukur mættur.

Um klukkan 22 í gærkvöldi var Katla komin í átta í útvíkkun. Svo um tveimur klukkustundum síðar koma lítill og fallegur drengur í heiminn.

Hér má sjá söguna sem ætti að vera aðgengileg næstu klukkustundirnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.