Tekur enn á að rifja upp atburðina 25 árum síðar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 19:38 Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“ Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Sóley Eiríksdóttir, sem lifði af snjóflóðið á Flateyri, segir enn erfitt að rifja upp atburðina 25 árum síðar. Í dag eru 25 ár síðan snjóflóð féll á byggðina á Flateyri. Alls létust tuttugu í flóðinu. Tuttugu og einn komst úr flóðinu af sjálfsdáðum en fjórum var bjargað. Sóley Eiríksdóttir, þá ellefu ára gömul, var föst í níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Svana, 19 ára systir Sóleyjar, og Halldór Ólafsson, tvítugur kærasti hennar, létust þegar flóðið skall á heimili þeirra. „Þetta er alltaf ótrúlega erfiður dagur. Það er eiginlega sama hversu langur tími líður, dagurinn sjálfur er alltaf ótrúlega erfiður. Og jafnvel dagarnir á undan. Það er sama hvað maður reynir að vera duglegur og hugsa lítið um þetta. Þessi dagsetning læðist alltaf að manni og er alltaf jafn óþægileg. En þegar dagurinn er búinn þá verður lífið aftur samt,“ segir Sóley. Hún gaf út bók um snjóflóðið fyrir fjórum árum þar sem hún fór mjög djúpt ofan í atburðina. „Eftir það þá gekk ég eiginlega fram af mér, mér fannst minningarnar svo erfiðar. Þannig að ég reyni að hugsa lítið um þetta. En eins og nótt komu til mín minningabrot,“ segir Sóley. „Þá fer maður að hugsa um hluti sem maður leyfir sér minna að hugsa um. En það kemur bara á þessum árstíma. Ég fór að horfa á klukkuna í nótt, beið eftir að hún yrði fjögur. Það er rosalegt hvað þetta situr í manni.“ Hún segir andlegu sárin gróa seint. „Ég hitti einn sem er í fjölskyldunni og tók þátt í að grafa upp fólk þennan dag. Hann spurði hvort þetta yrði einhvern tímann auðveldara? Ég sagðist ekki geta svarað því, þetta verður örugglega alltaf jafn erfitt.“ Áfallastreitan er ekki einungis bundin við þessa dagsetningu. „Ég finn betur fyrir áfallastreitunni. Þegar jarðskjálftinn reið yfir í síðustu viku þá tengdi ég strax. Það gerist þegar jörðin hristist og vond veður bresta á. Líkamlega finn ég ekkert fyrir þessu en andlegu sárin eru til staðar.“
Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira