Sport

Katrín Tanja fékk silfur á heimsleikunum í ár

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir með íslenska fánann á verðlaunapallinum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir með íslenska fánann á verðlaunapallinum. Instagram/@crossfitgames

Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í öðru sæti í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina.

Fimm öflugustu CrossFit íþróttamenn heims um þessar mundir kepptu um heimsmeistaratitilinn en Katrín Tanja var í öðru sæti fyrir tólftu og síðustu greinina sem lauk rétt í þessu. Katrín kom önnur í mark og styrkti þar með stöðu sína í öðru sæti heildarkeppninnar.

Hin ástralska Tia-Clair Toomey vann mjög örugglega en hún hafði tryggt sér efsta sætið áður en síðustu þrjár greinarnar fóru fram.

Í karlaflokki bar Matt Fraser sigur úr býtum.

Verðlaunaafhendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.