Tónlist

Tóku upp at­riði í Iðnó fyrir Jimmy Fall­on

Atli Ísleifsson skrifar
Nanna Kristín og félagar hennar í OMAM tóku upp flutninginn í Iðnó fyrir Jimmy Fallon.
Nanna Kristín og félagar hennar í OMAM tóku upp flutninginn í Iðnó fyrir Jimmy Fallon.

Of Monsters and Men frumfluttu nýja lagið sitt, Visitor, í lok spjallþáttar hins bandaríska Jimmy Fallon í nótt.

Líkt og með allt annað þá hefur kórónuveirufaraldurinn haft mikil áhrif á bandarísku spjallþættina en íslenska sveitin flutti lagið í Iðnó í Reykjavík og var upptakan svo spiluð í lok þáttar Fallon.

Fréttablaðið ræddi við söngkonuna Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur sem segir að sveitin hafi síðast troðið upp í Ástralíu í janúar síðastliðinn. Hafi sveitin notið liðsinnis listamannsins krassasig við sviðsetningu atriðisins.

Sjá má flutninginn að neðan.

Í þætti Fallon í nótt voru leikararnir Julia Louis-Dreyfus og Patton Oswalt einnig meðal gesta auk þess að Fallon tók fyrir kappræður þeirra Donalds Trump og Joes Biden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×