Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar

Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum verður rætt við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón, um fána sem einhverjir lögreglumenn bera á undirvesti einkennisbúningsins. Þessir fánar eru með áróðri nýnasista. Hann segist miður sín vegna málsins. Einnig verður rætt við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í beinni útsendingu um málið en hún tjáði sig um það í pontu á þingi í dag og hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar.

Að auki verður fjallað um börn með kórónuveiruna og spurt þeirrar spurningar hvort viku sóttkví sé nauðsynlegt fyrir heilu árgangana í grunnskólum. Við verðum í beinni útsendingu frá Karphúsinu og tökum stöðuna á samningafundum verkalýðsfélaganna í álverinu í Straumsvík og að auki hittum við þjófóttan kött í Kópavogi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×