Lífið

Kim Kar­dashian er fer­tug: Hlutirnir sem þú vissir mögu­lega ekki um raun­veru­leika­stjörnuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kim í París í mars á þessu ári.
Kim í París í mars á þessu ári. Getty/ Marc Piasecki/GC Images

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er fertug í dag og var rætt við einn af hennar helstu íslensku aðdáendum í Brennslunni í morgun en Birta Líf Ólafsdóttir er mikill aðdáandi. Kim fæddist 21. október árið 1980.

Þar sagði hún söguna frá því þegar hún hitti Kim hér á landi fyrir nokkrum árum.

Birta fór yfir allskonar staðreyndir um Kim Kardashian sem kannski fólk veit ekki.

- Konan heitir í raun Kimberly Noel Kardashian West.

- Hún hefur gift sig í þrígang.

- Hún kláraði aldrei menntaskóla.

- Kim er í dag að læra lögfræði

- Hún var einu sinni aðstoðarkona Paris Hilton

- Hún gaf einu sinni út lagið Jam

- Hún er gríðarlega hrædd við kóngulær

- Faðir Kim Robert Kardashian var lögmaður OJ Simpson í einu frægasta morðmáli í sögu Bandaríkjanna. Á sínum tíma týndist taska sem OJ Simpson átti og þar voru ákveðin sönnunargögn sem aldrei komust í ljós. Kim viðurkenndi á dögunum að taskan hafi verið falin heima hjá henni og hún hafi á sínum tíma skoðað allt í töskunni í þeirri von um að leysa málið sjálf.

- Áður en hún varð fræg vann hún við það að skipuleggja skápa fyrir fólk.

- Árið 2008 varð hún mest Google-aða manneskja heims.

- Hún hefur tvisvar tekið inn e-pillu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×