Lífið

Birgitta Haukdal gaf andstæðingunum rétt svar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Haukdal gaf í raun frá sér rétt svar. Mögulega hefði Stjarnan náð í rétt svar... en það mun aldrei neinn vita. 
Birgitta Haukdal gaf í raun frá sér rétt svar. Mögulega hefði Stjarnan náð í rétt svar... en það mun aldrei neinn vita. 

Í síðasta þætti af Kviss mættust lið Stjörnunnar og Völsungs í 16-liða úrslitum keppninnar. Í lið Stjörnunnar voru þau Þorkell Máni Pétursson og Inga Lind Karlsdóttir og hjá Húsvíkingum voru það þau Snæbjörn Ragnarsson og Birgitta Haukdal.

Nokkuð skemmtilegt atvik átti sér stað í þættinum þegar Birgitta Haukdal var að ræða flokkana við samherja sinn og þá aðallega flokkinn leikföng. Hún velti því fyrir sér hvort ákveðin spurning gæti mögulega komið og sagði rétt svar við þeirri spurningu upphátt. Liðið ákvað að velja samt sem áður ekki þann flokk.

Stjarnan valdi síðan flokkinn leikföng strax í kjölfarið og þá kom einmitt nákvæmlega sú spurning eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Birgitta Haukdal gaf andstæðingunum rétt svarFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.