Lífið

Það flippaðasta sem Bríet gerði á árinu var að byrja með Rubin Pollock

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bríet hefur verið að slá í gegn með plötuna sína Kveðja, Bríet síðustu dag. 
Bríet hefur verið að slá í gegn með plötuna sína Kveðja, Bríet síðustu dag. 

Söngkonan Bríet hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og þá sérstaklega eftir að hún gaf út plötuna Kveðja, Bríet.

Hún mætti í yfirheyrsluna í Brennslunni á dögunum og fór þar á kostum.

Þar sagði hún meðal annars frá því hver væri ófyndnasta vinkonan hennar, uppáhalds dýrahljóðið hennar kemur frá skjaldböku og þegar kemur að heimilisverkunum er hún verst í því að þrífa niðurfallið í sturtunni.

Hennar helsti galli er að hún er alltaf til í allt en það er einnig hennar helsti kostur sem maki.

Það flippaðasta sem hún hefur gert á árinu var að byrja með kærastanum sínum, en hún og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, byrjuðu saman á árinu.

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.