Telur að niðurgreidd hitaveita geti hjálpað í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 09:15 Björn Birnir er prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla. Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54