Að nýta hitaveituna gegn Covid Björn Birnir skrifar 11. október 2020 09:00 Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun