Samþykktu vopnahlé í Nagorno-Karabakh Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 08:08 Frá vinstri: Azerbaijan's Foreign Minister Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjans, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu. Utanríkisráðuneyti Rússlands Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22
Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07
Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08